Tannlæknastofan Betra bros hefur verið starfrækt frá árinu 1998. Við bjóðum upp á alla almenna tannlæknaþjónustu þar sem við leggjum okkur fram við að sinna þörfum hvers og eins í þægilegu umhverfi.
Sameiginleg móttaka er með öðrum tannlæknum undir nafninu Tannlæknastofan Smárinn.
Opnunartími
mán-fim 8:00-16:00
föstudaga 8:00-14:00
Börnin eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og leggjum við okkur fram við að upplifun þeirra af tannlæknaheimsókninni verði sem jákvæðust.
Hér til hliðar er myndasería af 3 ára stúlku í sinni fyrstu heimsókn.
Fyrir eldri börnin og aðra sem hafa áhuga er boðið upp á að horfa á mynd eða þátt á tölvuskjá eða í sjónvarpsgleraugum.
Ása Margrét Eiríksdóttir
Tannlæknir
Ása Margrét lauk prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2008. Hún starfaði á tannlæknastofu í Kópavogi og í Reykjavík þar til hún flutti til Þrándheims í ágúst 2013 ásamt fjölskyldu sinni. Ása starfaði sem tannlæknir í Þrándheimi í 5 ár þar til hún hóf störf hjá Betra Brosi árið 2018.
Lovísa Þrastardóttir
Tannlæknir
Lovísa útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2023. Hún starfaði á tannlæknastofu í Kópavogi með skólanum og eftir útskrift og hóf störf haustið 2023 hér hjá okkur.
Eva Dögg Ingvadóttir
Tanntæknir og sjúkraliði
Eva hefur starfað á stofunni síðan 2003.
Betra Bros ehf
Hlíðasmára 14
201 Kópavogi
Sími 564 5411
Opnunartími
mán-fim 8:00-16:00
föstudaga 8:00-14:00